Gústavsbergblús

Hæ gott fólk,

Já, ástkær faðir minn verður sjötugur á morgun/í dag, ég er að krota þetta í kringum miðnættið. Hann er núna á skíðum þarna einhvers staðar...vonandi sjáið þið hann. Elsku pabbi til hamingju með daginn og keep on rockin'.

Helgin hefur verið fín að flestu leiti. Fórum í indælis afmæli í dag þar sem orkuboltinn hennar Heiðu var að fagna 2ja ára afmæli. Mjög gaman og bakkelsið fær A+ og ekki frá því að heilun hafi verið þar á meðal því ég er orðinn fínn í mallanum.

Talandi um mallann þá hef ég verið þeirra gæfu aðnjótandi að horfa yfir landareign mína síðustu daga frá hinu merka bergi, Gústavsbergi. Máttur hringvöðvans var ekki meiri en svo að ég varð að leyfa botni að svífa ca. 40 cm fyrir ofan vatn megnið af laugardeginum.

En allt á uppleið og farið að harðna á dalnum ;)

Á morgun er stefnan að þrífa aðeins slottið, skella mér í rækt, senda atvinnuumsóknir og vonandi er nú ekki langt í að ég fái svar frá bjúrókratinu í Róm.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
hahaha,
ég kíkti einmitt aðeins við Gústavsbergið um helgina. Ég er ekki frá því að hafa séð glittað í þig þarna úr fjarska.
kv
Sif
Nafnlaus sagði…
hej fúlt að þurfa að vera svona náin Gustavsbergi en gott að sú vinátta er að kólna.
Innilega til hamingju með pabba þinn hann ber aldurinn vel!
Bestu kveðjur
Ásrún.

Vinsælar færslur